Árið 2021 er tímamótaár fyrir Tryggja en vátryggingamiðlunin London Marine tekur kerfi Tryggja í notkun til að sinna sínum vátryggingamiðlunar rekstri.
Styrkur kerfisins er sá að það heldur utan um alla vátryggingastarfsemi. Jafnframt innifelur það samskiptakerfi sem gerir öllum sem að koma mögulegt að upplýsa um ástæður og annað sem við kemur útgáfu viðkomandi vátryggingar. Þannig getur sölumaður innt af hendi upplýsingaöflun og sett inn sína hlið á málinu og sá sem ábyrgð tekur á vátryggingarúgáfunni lesið og hugsanlega gert athugasemd.
London Marine er starfandi í samstarfi við vátryggingamiðlara út um allan heim en kerfið hentar vel fyrir slík verkefni þar sem iðgjaldaveltan er ekki að réttlæta kaup á stórum kerfum. Duncan Thomson eigandi London Marine gerir ráð fyrir að miðla um nokkrum þúsunda skírteina á næsta ári í umræddu verkefni. Um er að ræða vátryggingar á sportbáta í Karabíska hafinu.
Tekjumódel Tryggja af útleigu á miðlarakerfinu er fast á hvert útgefið skírteini. Við skulum því vona að þeir í Bretlandi standi við stóru orðin og selji hvað mest svo kerfið fái góðar tekjur.
Önnur vátryggingamiðlun mun stærri, hefur einnig verið í viðræðum við okkur um að taka kerfið upp fyrir ákveðna vátryggingu sem er í burðarliðnum á meginlandi Evrópu.
Tryggja hefur rekið sitt eigið hugbúnaðarhús núna í nær 8 ár. Mál þetta er mikil viðurkenning fyrir starfsemina.



