Hugbúnaður gerður af starfsmönnum Tryggja ehf notaður af erlendum vátryggingamiðlara við útgáfu vátrygginga.

Árið 2021 er tímamótaár fyrir Tryggja en vátryggingamiðlunin London Marine tekur kerfi Tryggja í notkun til að sinna sínum vátryggingamiðlunar rekstri. 

Styrkur kerfisins er sá að það heldur utan um alla vátryggingastarfsemi. Jafnframt innifelur það samskiptakerfi sem gerir öllum sem að koma mögulegt að upplýsa um ástæður og annað sem við kemur útgáfu viðkomandi vátryggingar.  Þannig getur sölumaður innt af hendi upplýsingaöflun og sett inn sína hlið á málinu og sá sem ábyrgð tekur á vátryggingarúgáfunni lesið og hugsanlega gert athugasemd.

London Marine er starfandi í samstarfi við vátryggingamiðlara út um allan heim en kerfið hentar vel fyrir slík verkefni þar sem iðgjaldaveltan er ekki að réttlæta kaup á stórum kerfum.  Duncan Thomson eigandi London Marine gerir ráð fyrir að miðla um nokkrum þúsunda skírteina á næsta ári í umræddu verkefni.  Um er að ræða vátryggingar á sportbáta í Karabíska hafinu.

Tekjumódel Tryggja af útleigu á miðlarakerfinu er fast á hvert útgefið skírteini.  Við skulum því vona að þeir í Bretlandi standi við stóru orðin og selji hvað mest svo kerfið fái góðar tekjur. 

Önnur vátryggingamiðlun mun stærri, hefur einnig verið í viðræðum við okkur um að taka kerfið upp fyrir ákveðna vátryggingu sem er í burðarliðnum á meginlandi Evrópu. 

Tryggja hefur rekið sitt eigið hugbúnaðarhús núna í nær 8 ár.  Mál þetta er mikil viðurkenning fyrir starfsemina.


26 Apr, 2021
Tryggja vátryggði á dögunum LSS hjá Lloyd‘s insurance company. Þetta þýðir að allir slökkviliðsmenn og aðilar sem vinna eða sinna störfum á vegum slökkviliðs eru vátryggðir í slysum við störf. Fyrir LSS skipti miklu máli sterkt bakland og hátt þjónustustig frá Tryggja. Forvarnarfulltrúi Tryggja mun vera LSS til halds og trausts auk þess sem tjónadeild félagsins mun aðstoða félagsmenn komi til áfalls. Það er ánægjulegt að sjá fleiri og fleiri fagfélög leita til okkar og við bjóðum LSS velkomna í viðskipti.
22 Apr, 2021
Í ár sem fyrr styrkir Tryggja Björgunarsveitir landsins. Björgunarsveitir landsins gegna mikilvægum hlut í öryggi landsmanna þegar vá vofir yfir á sjó og landi. Sveitirnar hafa sýnt sig og sannað og á tíðum bjargað miklum verðmætum og hagsmunum fyrir samfélagið. Það er því Tryggja sönn ánægja að styrkja sveitirnar og hvetja þær áfram til dáða. Á myndinni er Arna Diljá fyrir Björgunarsveitina, Perla nemi í leit og björgun og Baldvin Samúelsson f.h Tryggja
21 Apr, 2021
Lloyd's is proposing to transfer certain EEA insurance policies to Lloyd's Brussels. The proposed transfer will not change terms and conditions of any policy, except that Lloyd's Brussels will become the insurer and Data Controller in respect of the transferred policies. Further information about the proposal (including whether it could affect your pre-transfer position), which policies are transferring, your rights and what you need to do can be found at https://www.lloyds.com/brexit-transfer
Tryggja er Fyrirtæki ársins 2020
20 Apr, 2021
Við erum afskaplega stolt að því að vera valið Fyrirtæki ársins 2020 hjá VR. Starfsmannastefna félagsins er að öllum líði vel, finnist gaman að mæta til vinnu og starfsmenn hafi tilgang. Eitt af því sem við leggjum mikla áherslu á er sjálfstæði og jafnrétti á vinnustað sem skilar sér svo í aukinni jákvæðni og sjálfstrausti til að skila af sér góðu verki. Við erum afskaplega stolt og ánægð að tilheyra hópi góðra fyrirtækja sem láta starfsmanna anda og vellíðan skipta máli í dagleum rekstri.
Share by: