Fyrirtækjaþjónusta

Aðstoð við greiningu á áhættum í starfsemi fyrirtækja og tjónauppgjörum.

Sækja um

Fyrirtækjatryggingar

Tryggja hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir með áhættugreiningu og verðskoðanir á sínum tryggingum.


Við nálgumst slík verkefni útfrá núverandi tryggingum, metum þörfina út frá áhættum sem ógna rekstrarhæfi ef svo illa fer að komi til tjóns.


  • Við greinum verð og taxta á þeim iðgjöldum sem verið er að greiða og berum saman við sambærileg fyrirtæki. 

  • Við greinum tjón í fortíð og skoðum hvort sé lag að fara í forvarnarstarf. Komum með skoðanir á hvernig hægt sé að minka tjónatíðni einnig skoðum við hvort tjón séu óeðlilega algeng miðað við þá atvinnugrein sem fyrirtækið starfar í.


Það er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að setja sér stefnu og markmið er varðar tryggingar, ekki á að líta á tryggingar sem kostnað heldur tæki til skaðaminnkunar í áhættutöku á daglegum rekstri. 


Ekki hika við að hafa samband, við náum árangri fyrir okkar viðskiptavini.

Hafa samband

Útboð vátrygginga fyrir sveitafélög

Við höfum um árabil aðstoðað sveitarfélög með yfirferð og áhættugreiningu á sínum tryggingum.


Við nálgumst slík verkefni útfrá því hvort sveitafélagið er með samning við Ríkiskaup um sjálft útboðið eða hvort Tryggja sér um heildar pakkann.


Tryggja skoðar í öllum tilfellum hvort lag sé til hagræðingar og hvort tryggingarsamsetning sé rétt hjá sveitarfélaginu og lagfærir eftir atvikum.

Hafa samband

Tjónadeild

Við höfum verkfærin, þekkinguna og reynsluna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns, hvort sem um er að ræða slys á fólki eða tjón á eignum.


Við höfum á að skipa mikilli reynslu á þessu sviði með starfi innan tjónadeilda tryggingafélaganna. 


Samstarf við lögmenn gefur möguleika á að halda máli opnu ef málin fara að snúast í þá áttina. Komdu með málið til okkar og við metum hvort við teljum málið innan skilmála eða ekki. Það borgar sig að kanna málið. 

Hafa samband

Meðmæli

“Við fengum Tryggja til þess að sjá um verðkönnun á tryggingum fyrir okkar fyrirtæki og náði Tryggja betri árangri en okkur óraði nokkurn tíma fyrir. Því til viðbótar fór starfsmaður þeirra vel og heildstætt yfir okkar tryggingavernd og veitti okkur ráðgjöf um hvað betur mætti fara i þeim efnum.


Við getum ekki annað en mælt með þjónustu Tryggja ef planið er að lækka tryggingakostnað þíns fyrirtækis.”

Jóhann Oddgeirsson

Framkvæmdastjóri Samhentir Umbúðalausnir ehf.

“Við sjáum ekki eftir því að hafa fengið Tryggja til þess að fara yfir okkar mál. Ekki bara náðist að lækka tryggingarpakka fyrirtækisins svo um munaði og þétta verndina, heldur náðist líka að gera tryggingar skemmtilegar.

Það er ekki á allra færi. 100% meðmæli!”

Albert Þór Magnússon

Framkvæmdastjóri og eigandi Lindex á Íslandi

“Við höfðum verið lengi með tryggingar hjá sama tryggingafélaginu þar sem við töldum okkur vera með þau bestu kjör sem í boði voru á markaðinum hverju sinni. Ákváðum að slá til og fá Consello ehf til þess að sjá um verðkönnun fyrir okkar vátryggingar og sjáum við ekki eftir því.

Tryggja náði fyrir okkur gríðarlegri hagræðingu í vátryggingum Reykjalundar ásamt því að fara vel yfir okkar vátryggingavernd og gefa okkur nýtileg ráð þar um.

Unnið var af fagmennsku og framsetning á mannamáli.

Ég mæli með því við hvern þann sem stýrir fjármálum fyrirtækis eða stofnunar að nýta sér þá þjónustu sem Tryggja býður upp á í fyrirtækjatryggingum.”

Helgi Kristjónsson

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Reykjalundar

“Orkusalan óskaði eftir alhliða ráðgjöf  Tryggja varðandi tryggingarvernd félagsins.

Eftir fund með Consello var ákveðið að fá yfirferð á tryggingavernd félagsins ásamt mögulegum viðskiptakjörum þar sem niðurstaðan var tillögur að úrbótum.

Tryggja vann þessa vinnu hratt og örugglega og gat félagið útvegað okkur vátryggingar til samræmis við áhættur félagsins sem og á verðum sem voru umfram okkar væntingar. Þar skipti sköpum þekking þeirra á flóknu rekstrarumhverfi okkar ásamt samningum við vátryggjendur.

Unnið var af fagmennsku og framsetning gagna til fyrirmyndar sem auðveldaði allar ávarðanatöku. Ég get hiklaust mælt með þjónustu Tryggja fyrir þá sem stýra vátryggingarmálum fyrirtækja.”

Magnús Kristjánsson

Framkvæmdastjóri Orkusölunar

Fylgstu með

Skráðu netfang þitt til að fá fréttir og fróðleik um vátryggingar.

Fylgstu með

Share by: