Um okkur

Tryggja ehf., er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn.

Enn betri örorkutrygging fyrir stjórnendur fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga.

 15


STARFSMENN

50/50


KYNJAHLUTFALL STJÓRNAR

36%


EIGINFJÁRHLUTFALL

600m


VELTA 2022

79m


HAGNAÐUR

414m


EIGNIR

150m


EIGIÐFÉ

Tryggja ehf., er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn.


Með samstarfi við evrópsk vátryggingafélög þróuðust verkefni fyrirtækisins í þá átt að þjónusta tjón þeirra hérlendis. Meðal annars nýttu nokkur félög á Lloyd‘s markaðnum sér þjónustu fyrirtækisins til uppgjörs tjóna sem vátryggð voru á Íslandi.


Í dag starfar Tryggja með fjölda vátryggingafélaga víðsvegar um heiminn. 


Meðal verkefna okkar er að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög með vátryggingar og ekki síður að stækka þann ramma sem settur er utan um það hugtak. 



Tryggja aðstoðar við tjónauppgjör, en félagið og starfsmenn þess hafa starfað hinumegin borðs hjá vátryggingafélögum til lengri tíma og aðstoðað einstaklinga við að yfirfara vátryggingar.


Tryggja er Lloyd's "cover holder" og hefur því beinan aðgang að Lloyd's markaðnum.


Eigendur eru Smári Ríkarðsson og Baldvin Samúelsson, en saman hafa þeir rúmlega 35 ára reynslu í hönnun vátrygginga, tjónauppgjörum og almennri miðlun vátrygginga.


Tryggja starfar eftir lögum vátrygginga nr 62/2019, Tryggja vátryggir starfshætti sína með starfsábyrgðartryggingu að fjárhæð 1,933.409,- evra hjá HDI Global speciality.

 15


STARFSMENN

50/50


KYNJAHLUTFALL Í STJÓRN

36%


EIGINFJÁRHLUTFALL

600m


VELTA 2022

79m


HAGNAÐUR

414m


EIGNIR

150m


EIGIÐ FÉ

Tryggja ehf., er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn.

Með samstarfi við evrópsk vátryggingafélög þróuðust verkefni fyrirtækisins í þá átt að þjónusta tjón þeirra hérlendis. Meðal annars nýttu nokkur félög á Lloyd‘s markaðnum sér þjónustu fyrirtækisins til uppgjörs tjóna sem vátryggð voru á Íslandi.


Í dag starfar Tryggja með fjölda vátryggingafélaga víðsvegar um heiminn. 

Meðal verkefna okkar er að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög með vátryggingar og ekki síður að stækka þann ramma sem settur er utan um það hugtak. 

Tryggja aðstoðar við tjónauppgjör, en félagið og starfsmenn þess hafa starfað hinumegin borðs hjá vátryggingafélögum til lengri tíma og aðstoðað einstaklinga við að yfirfara vátryggingar.


Tryggja er Lloyd's "cover holder" og hefur því beinan aðgang að Lloyd's markaðnum.


Eigendur eru Smári Ríkarðsson og Baldvin Samúelsson, en saman hafa þeir rúmlega 35 ára reynslu í hönnun vátrygginga, tjónauppgjörum og almennri miðlun vátrygginga. 


Í stjórn Tryggja sitja Þorvaldur E. Sigurðsson og Sigrún L Sigurjónsdóttir.


Tryggja starfar eftir lögum vátrygginga nr 62/2019, Tryggja vátryggir starfshætti sína með starfsábyrgðartryggingu að fjárhæð 1,933.409,- evra hjá HDI Global speciality.




Stefnur félagsins

Persónuverndarstefna Tryggja

Það skiptir okkur miklu máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónuupplýsinga sem viðskiptavinir veita okkur. Tryggja ehf. hefur sett sér persónuverndarstefnu með vísan í gildandi lög um persónuvernd. 


Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnuna hér að neðan í PDF sniði.

Mannauðstefna

Markmið Tryggja er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Lögð er sérstök áhersla á að Tryggja hafi yfir að ráða áhugasömu starfsfólki sem stuðlar að jákvæðri menningu með sterkri liðsheild, tækifærum til þróunar, hvatningu til að sýna frumkvæði, opnum skoðanaskiptum og góðri miðlun upplýsinga. Þannig tryggjum við aukna starfsánægju starfsfólks. 


Mannauðsstefna Tryggja miðar að því að allar ákvarðanir sem teknar eru, og snúa að sambandi Tryggja og starfsfólki þess, skapi forsendur til að framtíðarsýn fyrirtækisins verði að veruleika.

Samfélagsleg ábyrgð

Tryggja er vátryggingamiðlun sem hefur unnið markvisst að því að vinna að samfélags- og

umhverfisábyrgð frá árinu 2015. Fyrirtækið leggur áherslu á að greina reglulega markmið og stefnu og samræma við hugmyndir okkar um samfélagslega ábyrgð. Verkefni sem snerta samfélagsábyrgð eru mikilvæg fyrir fyrirtækið og starfsfólkið okkar og við teljum að það sé samfélaginu til heilla að skilja eftir sig marktækt spor í þessum efnum. 


Alltaf er leitast við að lágmarka notkun auðlinda, hvort sem það er með vinnuferlum, orkunýtingu, meðferð úrgangs, eða annarra auðlinda. Slíkt er til hagsbóta fyrir reksturinn, umhverfið og samfélagið.


Stefna og aðgerðaráætlun gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Tryggja líður ekki einelti, kynferðislega áreitni og hverskonar ofbeldi.


Markmið stefnunnar er að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti, kynferðislegri áreitni og hverskyns ofbeldi. Þessi áætlun er sett fram til að bregðast við aðstæðum þar sem starfsfólk eða viðskiptavinir telja sig hafa orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða annarskonar ofbeldi.

Stefna um eðlilega viðskiptahætti og meðhöndlun kvartana

Tryggja ehf („Fyrirtækið, félagið“) hefur fullan hug á að veita hágæða þjónustu á hverjum tíma , koma til móts við alla

hagsmunaaðila á sanngjarnan, gagnsæjan og meðalhófs hátt. Hins vegar viðurkennir fyrirtækið að kvartanir geti komið upp í

daglegum rekstri. Félagið skal tryggja að allar kvartanir séu rannsakaðar ítarlega og meðhöndlaðar á sanngjarnan, tímanlegan,

skilvirkan og faglegan hátt.


Starfsmenn tryggja

Ásta Óskarsdóttir

Fjármála- og framkvæmdasvið

Skrifstofu og mannauðsstjóri

Baldvin Samúelsson

Framkvæmdastjórn

Starfandi stjórnarformaður

Smári Ríkarðsson

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjóri

Magnea Ólafs

Fjármála- og framkvæmdasvið

Innheimta / Tjónafulltrúi

Gunnar Hjálmarsson

Upplýsingatæknisvið

Upplýsingatækni

Þorbjörn Geir Ólafsson

Fyrirtækjasvið

Viðskiptafræðingur

Þuríður Valdimarsdóttir

Fyrirtækjassvið

Viðskiptastjóri

Stefán Þórðarson

Einstaklingssvið

Tryggingaráðgjafi

Einar Þorsteinn Pálsson

Einstaklingssvið

Tryggingaráðgjafi

Filipe A. Moreira

Upplýsingatæknisvið

Upplýsingatækni

Sigurður Bjarni Hafþórsson

Fyrirtækjasvið

Viðskiptafræðingur

Þorsteinn Birgisson

Tjónaskoðunarmaður fasteigna

Hafþór Ingólfsson

Viðskiptastjóri

Athugasemd við starfsemi Tryggja ehf.

Sendu inn athugasemd

Contact Us

Fylgstu með

Skráðu netfang þitt til að fá fréttir og fróðleik um vátryggingar.

Fylgstu með

Share by: