Óskum eftir sérfræðingi á sviði áhættugreininga í fyrirtækjaráðgjöf Tryggja

Tryggja corporate consultancy er ný deild innan fyrirtækisins sem starfar náið með Marsh.

Meðal verkefna sem viðkomandi mun sinna eru meðal annars að aðstoða við áhættugreiningu ferla fyrirtækja, aðstoða við stjórnendur, fjármálasvið við greiningu áhættuþátta (RCSA) í starfseminni, aðstoða við öflun sértækra vátryggingalausna, aðstoða við útboð á vátryggingum fyrir fyrirtæki og sveitafélög og önnur greiningarstörf. Sérfræðingur mun sinna samskiptum við núverandi viðskiptavini sem og afla nýrra.  

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námi í verkfræði, viðskiptafræði, hagfræði, verkefnastjórn eða á sambærilegu sviði.

 • Samkeppnishæf laun í boði fyrir réttan einstakling.

 • Mikill kostur ef viðkomandi hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf og eða starfað í fjármálaumhverfi.

 • Sérfræðingur mun sinna samskiptum við núverandi viðskiptavini sem og afla nýrra. 

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2019.
Þetta starf hentar báðum kynjum.


Ráðgjafar í nýja deild, Líf Tryggja

Um er að ræða sölu og ráðgjöf í persónutengdum vátryggingum sem og lífeyrisráðgjöf.

Umsækjandi skal hafa háskólamenntun eða reynslu sem nýtist í starfi.

 • Ferðalög innanlands fylgja þessu starfi.

 • Samkeppnishæf laun í boði.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2019.
Þetta starf hentar báðum kynjum.


Viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Tryggja

Umsækjandi skal hafa lokið háskólamenntun sem nýtist í starfi.

 • Föst laun auk árangurstengdra bónusa.

 • Reynsla af vátryggingaráðgjöf til fyrirtækja er æskileg.

 • Viðskiptastjóri mun sinna samskiptum við núverandi viðskiptavini sem og afla nýrra.  

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2019.
Þetta starf hentar báðum kynjum.


Vaktstjórar úthringivers - 50% stöður

Unnið er á vöktum frá 11:00 – 15:00 og frá 17:00 – 21:00.

Háskólagráða hjá umsækjanda er kostur.

 • Einungis íslenskumælandi aðilar koma til greina.

 • Viðkomandi þarf að hafa staðgóða tölvuþekkingu.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2019.
Þetta starf hentar báðum kynjum.


Úthringjarar í úthringiver

Unnið er á vöktum frá 11:00 – 15:00 og frá 17:00 – 21:00.

 • Samkeppnishæf laun í boði.

 • Umsækjandi þarf að vera eldri en 25 ára.

 • Umsækjandi þarf að vera íslenskumælandi.

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2019.
Þetta starf hentar báðum kynjum.