tryggja-serlausnir
 

Arrangements

 

tryggja-serlausnir.jpg

Tryggja hefur yfir fagfólki að skipa sem hefur komið að smíði ýmissa vátryggingalegra sérlausna fyrir fyrirtæki sem þurfa á sértækum vátryggingum hér heima sem erlendis.


 
tryggja-tjonadeild
 

Damage Department

tryggja-tjonadeild.jpg

Við höfum verkfærin, þekkinguna og reynsluna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns, hvort sem um er að ræða slys á fólki eða tjón á eignum.

Við höfum á að skipa mikilli reynslu á þessu sviði með starfi innan tjónadeilda vátryggingafélaganna.  

Samstarf við lögmenn gefur möguleika á að halda máli opnu ef málin fara að snúast í þá áttina.  Komdu með málið til okkar og við metum hvort við teljum málið innan skilmála eða ekki.  Það borgar sig að kanna málið. 


 
tryggja-utbod-trygginga
 

Auction of Insurance

tryggja-utbod-trygginga.jpg

Við höfum um árabil aðstoðað stærri fyrirtæki og sveitarfélög með yfirferð og áhættugreiningu á sínum vátryggingum.

Við nálgumst slík verkefni útfrá núverandi vátryggingum, metum svo út frá mögulegum áhættum sem steðja að rekstrarhæfi komi til tjóns.

Við greinum svo þau iðgjöld sem verið er að greiða og skoðum taxta á viðkomandi vátryggingargreinum og berum saman við sambærileg fyrirtæki. Einnig greinum við tjón í fortíð og skoðum hvort sé lag að fara í forvarnarstarf sé tjónahlutfall óeðlilegt miðað við þá atvinnugrein sem viðkomandi er í.