Fullþjónusta

Mjög víðtæk þjónusta sem sparar mikinn tíma, hentar fyrirtækjum með 10-1000+ starfsmenn

Hvernig það virkar

Skref eitt
Auglýsing sett inn á miðla
Við setjum inn auglýsingar inn á miðla með þeim kröfum sem fyrirtækið sem kaupir þessa þjónustu setur.

Skref tvö
Unnið er úr umsóknum
Starfsmaður Tryggja mannauðslausna yfirfer innsendar umsóknir og finnur vænlega umsækjendur.

Skref þrjú
Tryggja tekur frumviðtöl
Viðtölin við þá umsækjendur sem henta verða tekin af ráðningarfulltrúa Tryggja.

Skref fjögur
Hæfir umsækjendur
– Þegar búið er að taka viðtöl við umsækjendur eru þeir sem taldir eru henta fyrirtækinu valdir og upplýsingum um þá settir saman í kynningarpakka sem er svo sendur til fyrirtækisins.

Skref fimm
Persónu og styrkleikapróf
Þegar fyrirtækið er búið að mynda sér skoðun á þeim umsækjendum sem við teljum hæfir til að sinna því starfi sem er auglýst þá köllum við umsækjendur saman og látaum þá þreyta skemmtilegt persónu og styrkleikapróf. Með þessu getur fyrirtækið myndað sér skoðun á umsækjandanum með tilliti til þeirra krafna sem það setti í upphafi.

Skref sex
Ráðning
Tryggja gengur frá ráðningu starfsmanns fyrir hönd fyrirtækisins í þrjá mánuði með vilyrði um fastráðningu hafi umsækjandi staðist kröfur fyrirtækisins.

Skref sjö
Upplýsingar sendar til fyrirtækisins
Ráðningarsamningur inniheldur allar upplýsingar varðandi starfsmann sem ráðinn hefur verið, er sendur til launadeildar fyrirtækisins. Meðal annarra upplýsinga eru það upplýsingar um launareikning, upplýsingar varðandi persónuafslátt og lífeyrissjóð, séreignasjóð og verkalýðsfélag ef það á við.

Skref átta
Frammistöðuviðtal
Starfsmaður Tryggja mannauðslausna framkvæmir frammistöðumat með næsta stjórnanda umsækjanda og ef samningsaðilar eru ánægðir hvor með annan er gerður fastráðningarsamningur.

 

Hafðu samband við okkur til að byrja.

444444.png