Tjón á olíupönnu

oil-tank-insurance.jpg

Ég var í heimsókn hjá bílaleigu hér í Reykjavík í morgunn. Þar sem undirritaður er tengdur tjónauppgjöri og aðstoð við tjón og töku vátrygginga kom upp spurning vegna tjóns á olíupönnu á bifreið sem leiddi af sér að vél bílsins bræddi úr sér.

Aðdragandinn að tjóninu var ekki upplýstur þar sem Þýskumælandi leigutakinn var hinn fúlasti og skilaði illa upplýsingum. Það má samt ætla að hann hefið betur upplýst um málið því það skiptir máli hvar slíkur atburður gerist.

Í skilmálum kaskótrygginga hjá vátryggingafélögum er tekið fram að akstur á vegi sem orsakar brot á pönnu eða hluta ökutækis sé utan skilmála. Þetta er skiljanlegt þar sem bílar eiga að vera þannig búnir að þeir eiga að halda olíu í hefðbundnum akstri.

Nú gerist það að ökutæki ekur út af vegi. Þá getur allt gerst og meðal annars að panna undir ökutæki skemmist. Ef vélbrot verður í kjölfar á slíku tjóni þá er það innan skilmála.

Það skiptir því máli hvort tjónið gerist á akbraut eða við útafakstur. Útafakstur er vátryggður í kaskó.


Ertu með spurningu?