Þjófnaður á peningum

thjofnadur-a-peningum-tryggja.jpg

Það kemur fyrir að fólk heldur á reiðufé, sérstaklega þegar það er á ferðalagi á erlendri grundu. Að greiða með korti kostar augun úr þar sem gengið er oftast nær frekar óhagstætt.

Skilmálar vátryggingafélaganna virðast allir undanþiggja þessa áhættu þannig að maður þarf að passa þetta ansi vel. Peningar virðast eingöngu vera vátryggðir ef þeim er stolið af heimilum fólks í innbroti. Reyndar er vátryggingafjárhæðin, hámarksbætur, aðeins 1% af uppgefnu vátryggingaverðmæti innbúsins.

Það táknar að ef maður lendir í þeim ósköpum að brotist er inn á heimilið og fermingarpengingum barnsins er stolið og vátryggingarverðmæti innbús er áætlað tíum milljónir þá eru hámarksbætur í því tjóni eitthundrað þúsund krónur.

Hnupl á peningum úr veskjum er ekki vátryggt samkvæmt því sem ég hef lesið í flestum vátryggingarskilmálum sem gætu tekið á þessu.