Farmtryggingar

iceland-farm-insurance.jpg

Það er oftar en ekki að fyrirtæki og einstaklingar vátryggja ekki farm í flutningi vegna ýmissa ástæðna. Oftast er borið við að tjón séu það óalgeng að ekki þurfi að vátryggja þessa atburði svo er að þessi þáttur gleymist oft þegar kemur að þessum málum.

Mikilvægi farmtrygginga varð ljóst þegar Dettifoss fékk á sig brot þann 22. Desember síðastliðinn. Skipið missti 20 gáma í sjóinn í þessum hamagangi. Brimborg var sögð eiga 5 jeppa í þessu tjóni og tóku þeir fram að þeir væru vátryggðir. Líklegt tjón er umtalsvert en undirritaður hefur engar tölur þar um. Líklega er verðmæti hvers bíls á bilinu 5-7 milljónir og hafði því stjórn Brimborgar staðið vörð um fyrirtækið.

Farmtryggingar eru í eðli sínu ódýrar. Ástæðan er sú að tjón eru tiltölulega fátið og ef þau gerast þá þurfa farmflytjendur á stundum að greiða tjónið.

Við flutning á hlutum er oft boðið upp á farmtryggingu og er hún góð og gild en vátryggingarfjárhæðin er í flestum tilfellum ákveðin fyrir fram og ekkert í samræmi við verðmætið sem verið er að ræða.

Ef flutningar eru reglulegir þá er best að hafa svokallað „open cover“ samning þannig að áætlað er fyrir árið hver flutningurinn verður, síðan er áætlunin endurskoðuð við næstu útgáfu.

Ef tjón veður á farmi þá má tala við Tryggja ef þörf er á aðstoð við að skoða málið.