Brunatryggingar á bifreiðum

iceland-car-insurance.jpg

Ég var að horfa á sjónvarpið eins og á stundum og sá þá frétt um bruna í strætó þar sem hann stóð kyrrstæður á Grensásveginum.

Mörg fyrirtæki sem hafa flota af ökutækjum hafa sett sér þá stefnu að kaskótryggja ekki heldur taka sénsinn á því að tjónin verði ekki mörg og dýr. Það er mikilvægt í slíkum hugleiðingum að halda vel utanum þau tjón sem koma upp til að geta endurskoðað þessa ákvörðun þegar fjær dregur.

Ein vátrygging gleymist oft í þessu samhengi en það er brunatrygging. Ef við skoðum eitt ökutæki í einu þá er líklega ekki ástæða til að ætla að eitt ökutæki valdi tjóni á mörgum. Ef ökutæki lendir útaf vegi og skemmist þá er um einstakan atburð að ræða og fyritækið ræður við það miðað við gefnar forsendur.

Annað er uppi á teningnum ef um bruna er að ræða. Eldur ferðast milli ökutækja mjög hratt eins og dæmin sanna. Brunatrygging ökutækja er tilölulega ódýr miðað við kaskótryggingu enda er um minni áhættu að ræða en ef akstursáhættan er tekin með. Bruninn á Grensásveginum er guðsmildi fyrir Strætó því hann hefði getað verið á bílastæði við hlið annarra stætóa og þá hefði eldurinn geta ferðast á milli með umtalsveðu tjóni.

Það er mikilvægt fyrir þá sem reka flota af bílum og þeir geymdir saman af og til, að hafa brunatryggingu ef kaskó er ekki tekin.