Þorbjörn Geir Ólafsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði

Þorbjörn Geir Ólafsson hefur verið ráðinn sem viðskiptastjóri og sérfræðingur í fyrirtækjatryggingum á fyrirtækjasvið Tryggja ehf.  Tryggja er elsta vátryggingamiðlun á Íslandi og er í samstarfi með fjölda vátryggingafélag um allan heim. Meðal verkefna Tryggja er að aðstoða sveitarfélög og fyrirtæki með tryggingar þeim til hagræðingar, umsjón vátryggingaútboða sem og tjónauppgjör.

Þorbjörn er hokinn af reynslu á þessu sviði og hefur yfir 20 ára reynslu í tryggingabransanum, þar af 15 ár á fyrirtækjamarkaði.  Síðastliðin fimm ár eða svo hefur hann starfað í viðskiptastýringu stærri fyrirtækja á fyrirtækjasviði VÍS. Þorbjörn er viðskiptafræðimenntaður frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með meistaragráði í Alþjóðaviðskiptum með áherslu á fjármál fyrirtækja.

Það að fá Þorbjörn í heimsókn getur sparað þínu fyrirtæki háar fjárhæðir eða málað yfir helgidaga í vernd fyrirtækisins.

Til að hafa samband við Þorbjörn, thorbjorn@tryggja.is eða í síma 4141999

Baldvin Samúelsson