Loksins á Íslandi alferðatrygging fyrir ferðaskrifstofur og hótel

Vátryggingar vegna sölu Alferða

Tryggja ehf., hefur gert samning við Zurich vátryggingafélagið í gegnum samstarfsmiðlara í Lúxemburg að bjóða ferðaskrifstofum vátryggingu, ef þær standast mat vátryggingafélagsins,  sem kemur í stað bankaábyrgðar gagnvart kröfu Ferðamálastofu og lögum um skipan ferðamála.  Kröfur Ferðamálastofu má lesa á síðunni https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi-og-loggjof/ferdaskrifstofur/ferdaskrifstofuleyfi

Vátryggingafélagið Zurich er eitt virtasta og eitt af stærstu vátryggingafélögum heims.  Ferðamálastofa þarf því ekki að efast um greiðslugetu þess félags komi til tjóns. Vátryggingin verður virk ef ferðaskrifstofa getur ekki staðið við sínar skuldbindingar innan alferða reglnanna og Ferðamálastofan þarf að grípa inn í og annast uppgjör á.

  • “Ferðar sem enn er ófarin, þ.e. þegar ferð hefur verið greidd að hluta eða öllu leyti.

  • Til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð, hvort sem hann er innanlands eða erlendis,. 

  • Aðeins beint fjárhagslegt tjón af alferð er greitt af tryggingarfé ferðaskrifstofu en ekki tjón sem rekja má til hugsanlegra óþæginda eða miska.”

Það er því opið öllum Íslenskum ferðaskrifstofum og þeim fyrirtækjum sem þurfa að leggja fram ábyrgðir vegna sinna starfa á sviði ferðamála að fá aðstoð Tryggja ehf til að leysa það. 

Geymslufé á banka kostar fórnir, töpuð tækifæri og lán sem hugsanlega tekið er til að standa við þessar skuldbindingar er líklega mun dýrara en vátryggingin.

Smári R

Smari Rikardsson